Fyrr á þessu ári lýsti Hans Leijtens, yfirmaður Frontex, landamærastofnunar Evrópusambandsins, því yfir að ómögulegt væri að koma í veg fyrir það að fólk kæmist með ólögmætum hætti inn á Schengen-svæðið. Þetta er í fyrsta sinn sem gengizt hefur verið við þessu opinberlega. Hafa ófá ríki innan svæðisins brugðist við þessum veruleika á liðnum árum með því að grípa til tímabundins hefðbundins landamæraeftirlits gagnvart öðrum aðildarríkjum þess sem þó dugir skammt enda úrræðið sem fyrr segir aðeins tímabundið.
Hvar liggja landamæri Íslands?
„Við verðum að taka stjórn á landamærum Íslands, það er númer eitt,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á fundi sjálfstæðismanna á Nordica Hilton 9. apríl síðastliðinn. Ummælin voru ekki látin falla að tilefnislausu enda ljóst að landamæramálin hafa verið í miklum ólestri. Hins vegar er forsenda þess að hægt sé að ná stjórn á landamærunum að við höfum valdið til þess. Það vald hefur að stóru leyti verið framselt úr landi. Bæði í gegnum EES-samninginn en þó einkum aðildina að Schengen-svæðinu.
Þegar þú vilt miklu meira bákn
Meðal þess sem fram kemur í gögnum Evrópusambandsins vegna misheppnaðrar umsóknar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um inngöngu í sambandið á árunum 2009-2013 er að inngangan hefði kallað á mjög umfangsmikla stofnanauppbyggingu, eins og útþensla hins opinbera kallast á stjórnsýslumáli, til þess að Ísland gæti staðið undir þeim skuldbindingum sem fylgdu henni.
Hvatt til pólitískrar tvöfeldni
„Frá upphafi hefur verið ljóst að andstaða VG við aðild að ESB myndi veikja samningsstöðu Íslands. Eftir því sem nær dregur efnislegum viðræðum verður þetta vandamál skýrara,“ ritaði Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi sendiherra, í Fréttablaðið 23. október 2010 um misheppnaða umsókn þáverandi ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um inngöngu í Evrópusambandið.
Katrín og Gunnar?
Fyrr í vikunni birtist grein á Vísir.is eftir Sævar Þór Jónsson hæstaréttarlögmann þar sem gerð var áhugaverð en um leið misheppnuð tilraun til þess að spyrða Katrínu Jakobsdóttur við Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi forsætisráðherra, sem tilheyrði að sögn Sævars ákveðinni valdaelítu sem hefði talið sig „hafa óskrifaðan rétt til að velja sér embætti og störf.“ Þær ásakanir í garð Katrínar missa hins vegar algerlega marks.
„Vitum ekkert hvað við erum að gera“
„Mér finnst ég gera lítið annað á þinginu en að innleiða einhverjar reglur frá Evrópusambandinu,“ sagði Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður og þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Bítinu á Bylgjunni 3. febrúar 2014. Þingmenn væru jafnvel að innleiða meira en þyrfti að gera vegna þess að stjórnsýslan réði engan veginn nógu vel við það verkefni að fylgjast með regluverksframleiðslu sambandsins.
Hvað eru mikilvægir hagsmunir?
Mjög langur vegur er frá því að aldrei séu teknar ákvarðanir á vettvangi Evrópusambandsins sem fara gegn mikilvægum hagsmunum einstakra ríkja innan þess eins og stundum hefur verið haldið fram í gegnum tíðina í röðum þeirra sem kalla eftir inngöngu Íslands í sambandið. Mun minna þó í seinni tíð. Enginn skortur er þannig á dæmum um það að farið hafi verið gegn mikilvægum hagsmunum einstakra ríkja þess.
Stuðningur úr óvæntri átt
Mjög skiljanlegt er að Jón sé svekktur yfir því að hafa misreiknað sig og talið að Katrín myndi ekki gefa kost á sér. Það verður hann hins vegar að eiga við sig sjálfan. Öllum er vitanlega frjálst að bjóða sig fram til forseta sem hafa til þess kjörgengi. Hvort sem um er að ræða landsfræga skemmtikrafta, fyrrverandi forsætisráðherra eða aðra. Í öllu falli er í það minnsta nokkuð ljóst hvern Jón telur öflugasta frambjóðandann.
Vilja ekki þurfa að verja EES
Fyrir rúmum sex árum síðan fann Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sig knúna til þess að að rita grein á Kjarnann til þess að koma á framfæri áhyggjum sínum af því að víglínan í umræðum um Evrópumálin hér á landi væri að færast. Frá því að hverfast um það hvort Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið yfir í það að snúast um það hvort æskilegt væri fyrir landið að vera áfram aðili að EES-samningnum.
Fordæmi Katrínar
Tveir forsetar lýðveldisins voru þingmenn þegar þeir buðu sig fram til að gegna embættinu og höfðu auk þess báðir verið ráðherrar áður, þeir Ólafur Ragnar Grímsson og Ásgeir Ásgeirsson. Hvorugur þeirra sagði af sér þingmennsku fyrr en fyrir lá að þeir hefðu náð kjöri. Ásgeir var auk þess bankastjóri Útvegsbankans og sagði að sama skapi ekki af sér þeirri stöðu fyrr en ljóst var að hann hefði landað forsetaembættinu.