Skip to content

Fullveldi.is

VEFSETUR UM UTANRÍKIS- OG VARNARMÁL

Menu
  • Heim
  • Greinar
    • Evrópumál
    • EES
    • Varnarmál
    • Fríverzlun
  • Skýrslur
  • Fullveldi.is
  • English
Menu

Fullveldi og lýðræði haldast í hendur

Posted on 25/09/2021 by Fullveldi

Til þessa hafa talsmenn þess að Ísland gangi í Evrópusambandið viljað telja okkur Íslendingum trú um að við inngöngu í sambandið myndu kjörnir fulltrúar okkar hafa heilmikið um þær ákvarðanir að segja sem teknar væru innan þess og snertu hagsmuni lands og þjóðar. Reyndar var hér áður fyrr ósjaldan látið eins og fulltrúar okkar myndu…

Stærstu ríkin í algerri yfirburðastöðu

Posted on 24/09/202122/10/2022 by Fullveldi

Fullyrt var í grein í Morgunblaðinu á dögunum eftir Ole Anton Bieltvedt að innan Evrópusambandsins gætu lítil ríki „stoppað framgang hvaða máls sem er. Til jafns við þau stóru, svo sem Þýzkaland, Frakkland, Ítalíu og Spán. Afstaða þeirra fámennu vegur jafn þungt og afstaða þeirra fjölmennu.“ Þá var því haldið fram að „ekkert stærra mál,…

Fær ESB sæti Frakka í öryggisráðinu?

Posted on 21/09/202113/12/2022 by Fullveldi

Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, er reiðubúinn að deila sæti landsins í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna með Evrópusambandinu gegn því að ríki þess styðji áform hans um að sambandið fái endanlega eigin hersveitir. Þetta hefur brezka dagblaðið Daily Telegraph eftir nánum bandamanni forsetans. Fram kemur í fréttinni að frönsk stjórnvöld hafi lagt stóraukna áherzlu á samruna ríkja…

Frjáls viðskipti við allan heiminn

Posted on 14/09/202122/10/2022 by Fullveldi

Fullveldið var ritstjóra Fréttablaðsins hugleikið í leiðara á dögunum. Hélt hann því fram að fullveldisafsal væri forsenda þess „að taka höndum saman við aðrar þjóðir í verslun og viðskiptum.“ Áherzlu okkar Íslendinga á að standa vörð um fullveldið okkar líkti hann við Norður-Kóreu, Kúbu og Venesúela. Markmiðið var ljóslega að draga upp þá mynd að…

Meiri útflutt fjármálaþjónusta þvert á spár

Posted on 09/09/2021 by Fullveldi

Þvert á spár ýmissra stjórnmálamanna í Bretlandi og forystumanna í brezku atvinnulífi, sem andvígir hafa verið útgöngu landsins úr Evrópusambandinu, um að hrun yrði í útflutningi á fjármálaþjónustu til sambandsins í kjölfar útgöngunnar jókst útflutningurinn á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Bretar gengu formlega úr Evrópusambandinu í lok janúar 2020 en yfirgáfu innri markað og…

Vilja að ESB fái eigin hersveitir

Posted on 04/09/202113/12/2022 by Fullveldi

Háttsettir embættismenn innan Evrópusambandsins hafa kallað eftir því, í kjölfar þess að talíbanar náðu völdum í Afganistan, að sambandið fái eigin hersveitir sem hægt verði að beita með skömmum fyrirvara hvar sem er í heiminum. Talað hefur verið um allt að 20 þúsund manna herlið í þeim efnum. Fjallað er um þetta á fréttavef brezka…

Reglur ESB víki fyrir norskum lögum

Posted on 31/08/202122/10/2022 by Fullveldi

Flest þykir benda til þess að næsta ríkisstjórn Noregs verði miðju-vinstristjórn undir forystu norska Verkamannaflokksins en Norðmenn kjósa sér nýtt þing 13. september. Þeir stjórnmálaflokkar sem flokkurinn mun þurfa að reiða sig á til þess að tryggja nýrri ríkisstjórn þingmeirihluta, innan eða utan stjórnar, eru Miðflokkurinn, Sósíalíski vinstriflokkurinn og annað hvort Rautt eða Umhverfisflokkurinn. Þrír…

Hugvekja Styrmis Gunnarssonar

Posted on 26/08/202122/10/2022 by Fullveldi

„Við stöndum á ákveðnum tímamótum í samskiptum okkar við Evrópusambandið. Frá því að EES-samningurinn var gerður fyrir aldarfjórðungi hefur Evrópusambandið þróast á þann veg að það koma upp stöðugt áleitnari álitamál um hversu langt við getum gengið í þessu samstarfi án þess að við afsölum sjálfstæði okkar í smápörtum hér og þar til Brussel.“ Þetta…

Posts navigation

  • Previous
  • 1
  • …
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • Next

HELZTU GREINAR


Sjálfstæðið í smápörtum til Brussel

„Við stöndum á ákveðnum tímamótum í samskiptum okkar við Evrópusambandið,“ sagði Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, í ræðu á fjölmennum fundi í Valhöll, höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins, 30. ágúst 2018 þar sem hann hafði uppi þung varnaðarorð varðandi aðild Íslands að EES-samningnum og með hvaða hætti hann hefði þróast.



Fullkomin uppgjöf

Fullyrða má svo gott sem að Ísland hefði ekki orðið aðili að EES-samningnum fyrir bráðum 30 árum síðan ef litið hefði verið svo á að innleiða þyrfti bókun 35 við samninginn með þeim hætti sem nú stendur til af hálfu stjórnvalda. Bæði ef horft er til umræðna á vettvangi stjórnmálanna á þeim tíma og á meðal lögspekinga. Hvernig staðið var að innleiðingunni var í raun ein af forsendunum fyrir því að af aðildinni varð.



Vantreysta ESB í varnarmálum

„Ég verð að vera algerlega hreinskilin við ykkur, Evrópusambandið er ekki nógu sterkt eins og staðan er í dag. Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna,“ sagði Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, á fundi sem skipulagður var af Lowy Institute í Sydney í Ástralíu í byrjun desember á síðasta ári. Þannig hefði sambandið ekki haft getu til þess að bregðast sem skyldi við innrásinni í Úkraínu og þurft að treysta á Bandaríkjamenn.



Meira en heildartekjur ríkissjóðs

Tryggðar innistæður í fjármálastofnunum á Íslandi námu 1.228 milljörðum króna um síðustu áramót samkvæmt upplýsingum frá Tryggingasjóði vegna fjármálafyrirtækja (TVF) og jukust þær um eitt hundrað milljarða á síðasta ári. Komi til þess að ný tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar verði innleidd á Íslandi vegna EES-samningsins mun það að öllum líkindum þýða ríkisábyrgð á tryggðum innistæðum.


Færslur

  • Hvað er þá að Viðreisn?
  • Krafa þjóðarinnar?
  • Sjálfstæðið í smápörtum til Brussel
  • Flóknara en góðu hófi gegnir
  • Fjarar undan tveggja stoða kerfinu
  • „Stjórnsýsla Íslands er lítil“
  • Fullkomin uppgjöf
  • Hin stórkostlegu tíðindi
  • Meirihluti íþyngjandi löggjafar í gegnum EES
  • Vantreysta ESB í varnarmálum
  • Vissulega lítið vit í slíkum samningi
  • Hver á að framkvæma stefnu Viðreisnar?
  • „Þið vitið fullkomlega hvað er í pakkanum“
  • Minnast ekki á lokamarkmiðið
  • Fátt bendir til norskrar inngöngu í ESB
  • Meira en heildartekjur ríkissjóðs
  • Þegar raunveruleikinn hentar ekki
  • Versnandi staða fámennari ríkja ESB
  • Minna svigrúm til viðskiptasamninga
  • Dvínandi eða vaxandi?
©2023 Fullveldi.is | Built using WordPress and Responsive Blogily theme by Superb