Margítrekaðar tilraunir til þess að reyna að fá skýringar á því hvers vegna stjórnvöld ákváðu skyndilega að hætta að halda uppi vörnum gagnvart Eftirlitsstofnun EFTA (ESA), sem hefur krafizt þess að innleitt regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn gangi framar innlendri lagasetningu, hafa engan árangur borið. Vörnum var haldið uppi í áratug þar til því var allt í einu hætt fyrir um tveimur árum síðan. Eina skýringin virðist vera sú að nýr utanríkisráðherra tók við embætti, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Category: EES-samningurinn
Tvöfalt fleiri andvígir en hlynntir
Tæplega tvöfalt fleiri eru andvígir því að Noregur gangi í Evrópusambandið en hlynntir samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar fyrirtækisins Opinion fyrir vefsetrið Altinget sem birtar voru um miðjan ágúst eða 56% á móti 30%. Dregið hefur úr stuðningi við inngöngu samkvæmt könnuninni en afgerandi meirihluti hefur verið andvígur henni í öllum könnunum sem birtar hafa verið frá árinu 2005 eða samfellt í yfir 19 ár.
Milljarðatugir Jóns Baldvins
Fyrir helgi birtist athyglisverð grein á Vísir.is eftir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, þar sem hann hélt því fram að árlegur efnahagslegur ávinningur Íslands af aðildinni að EES-samningnum hafi numið 52 milljörðum króna. Vísaði hann þar til rannsóknar þýzku stofnunarinnar Bertelsmann Stiftung frá árinu 2019 sem fjallað er um í skýrslu starfshóps undir forystu Björns Bjarnasonar fyrrverandi ráðherra. Tilefni greinarinnar var hátíðarfundur Háskóla Íslands á dögunum vegna 30 ára afmælis samningsins.
Hengd á klafa hnignandi markaðar
„Hlutdeild Evrópusambandsins í heimsbúskapnum hefur dregizt saman undanfarna þrjá áratugi þar sem staða þess á meðal stærstu hagkerfa heimsins hefur versnað hratt samhliða uppgangi asískra hagkerfa,“ segir meðal annars í skýrslu sem Enrico Letta, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, vann fyrir framkvæmdastjórn sambandsins um stöðu innri markaðar þess og gefin var út í apríl síðastliðnum. Þar kemur meðal annars fram að efnahagslega hafi Evrópusambandið dregizt verulega aftur úr Bandaríkjunum.
Málið sem þolir ekki ljósið
Fyrir einu og hálfu ári var reynt að keyra lagafrumvarp um forgang innleidds regluverks frá Evrópusambandinu vegna aðildarinnar að EES-samningnum gagnvart innlendri lagasetningu í gegnum Alþingi undir forystu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra og varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Vonazt var til þess að málið vekti sem minnsta athygli. Það mistókst. Til stendur nú að reyna það aftur.
„Flestum í Noregi er illa við EES“
„Flestum í Noregi er illa við Evrópska efnahagssvæðið,“ sagði Fredrik Sejersted, lagaprófessor við Oslóarháskóla, á fundi í Norræna húsinu í september 2009 en hann hafði þá farið fyrir nefnd sem vann skýrslu fyrir norsk stjórnvöld um reynslu Norðmanna af samningnum. Á þeim fimmtán árum sem liðin eru síðan liggur fyrir að óánægja með EES-samninginn hefur farið vaxandi í Noregi miðað við skoðanakannanir.
Volaða þjóð?
Telja má nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka sem einróma samþykki, stundum kallað neitunarvald, á enn við um þegar teknar eru ákvarðanir í ráðherraráði Evrópusambandsins. Hér áður var það reglan en heyrir nú til undantekninga. Þar á meðal eru til dæmis hvorki sjávarútvegs- né orkumál sem skipta okkur miklu. Vægi ríkja innan sambandsins, þegar teknar eru ákvarðanir innan þess, fer í dag í fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru sem eðli málsins samkvæmt hefur komið sér verst fyrir fámennustu ríkin.
Færeyingar vissulega til fyrirmyndar
Fyrir síðustu helgi kaus Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í grein á Vísir.is að taka Færeyjar sem dæmi um Evrópuland þar sem finna mætti meiri lífsgæði en hér á landi. Tilgangurinn var sem fyrr að reyna að tína til rök fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Hins vegar er það val áhugavert í ljósi þess að Færeyjar standa bæði utan sambandsins og Evrópska efnahagssvæðsins. Um leið er það skiljanlegt þar sem lífsgæði hér á landi mælast allajafna meiri en í flestum ef ekki öllum ríkjum Evrópusambandsins.
Hafa ekki hug á inngöngu í ESB
Meirihluti hefur verið andvígur inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum allra skoðanakannana sem birtar hafa verið í Noregi undanfarin 19 ár eða allt frá árinu 2005. Sú nýjasta fyrr í þessum mánuði sýnir tvöfalt fleiri andvíga inngöngu en hlynnta. Þá hafa kannanir undanfarin ár ítrekað sýnt fleiri Norðmenn hlynnta því en andvíga að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning.
Heppni að ekkert fordæmi var til staðar
Fullyrt hefur verið að Ísland hafi haft sigur í Icesave-deilunni vegna þess að evrópskur dómstóll hafi bjargað landinu. Vísað er þar til þeirrar niðurstöðu EFTA-dómstólsins í lok janúar 2013 að íslenzka ríkið væri ekki ábyrgt fyrir innistæðutryggingum vegna innistæðna í Icesave-netbankanum sem starfræktur var af Landsbanka Íslands í Bretlandi og Hollandi. Þær fullyrðingar standast hins vegar í reynd alls enga skoðun.