Full ástæða er til þess að fagna víðtækum fríverzlunarsamningi Íslands, Noregs og Liechtenstein við Bretland sem undirritaður var fyrr í sumar. Með samningnum hafa viðskiptahagsmunir Íslands gagnvart einum mikilvægasta útflutningsmarkaði landsins verið tryggðir í það minnsta með ekki síðri hætti en raunin var áður í gegnum EES-samninginn án þess hins vegar að samþykkt hafi verið…
Category: Evrópumál
Stuðningur við EES dregst saman í Noregi
Meirihluti norskra kjósenda myndi greiða atkvæði með áframhaldandi aðild Noregs að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) í þjóðaratkvæðagreiðslu færi slík kosning fram samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið Sentio vann fyrir stofnunina Norsk Utenrikspolitisk Institutt (NUPI). Hins vegar hefur stuðningur við aðildina dregizt verulega saman frá því fyrir tveimur árum. Þannig eru 44% hlynnt áframhaldandi…
Þegar Costco rakst á EES-samninginn
Til stóð upphaflega af hálfu bandarísku verzlunarkeðjunnar Costco að opna verzlun hér á landi út frá starfsemi fyrirtækisins í Norður-Ameríku og að uppistaðan í vöruúrvalinu yrðu amerískar vörur, þá bæði frá Kanada en ekki sízt Bandaríkjunum. Þau áform urðu hins vegar að engu eftir að stjórnendur Costco áttuðu sig á því hvaða áhrif aðild Íslands…
Svipað margir vilja í ESB án EES
Kæmi til þess að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) heyrði sögunni til myndi þriðjungur Íslendinga vilja að Ísland gengi í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem unnin var af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Þetta er svipað hlutfall og raunin er í dag en það sjónarmið hefur stundum heyrzt í gegnum tíðina að án samningsins myndi stuðningur við…
Spurningin sem enginn spurði
Formaður Viðreisnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ritaði grein í Morgunblaðið 3. maí síðastliðinn þar sem hún sagði meðal annars: „Rannsókn fræðimanna við Háskóla Íslands sýnir að þorri fólks telur sig ekki hafa nægja vitneskju til að taka upplýsta ákvörðun um aðild Íslands að ESB. Það þarf að taka alvarlega.“ Hvergi kom hins vegar fram í greininni…
Hægt að draga verulega úr regluverki
Fram kemur á fréttavef brezka dagblaðsins Daily Telegraph að stjórnvöld í Bretlandi hafi ákveðið að nýta nýfengið sjálfstæði landsins frá Evrópusambandinu til þess að draga verulega úr því regluverki sem í gildi er í landinu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafi lagt blessun sína yfir áætlun í þeim efnum sem byggist á því að fyrir hverja…
Mjótt á mununum eða ekki?
Fimm ár eru liðin frá því að samþykkt var í þjóðaratkvæði í Bretlandi að segja skilið við Evrópusambandið. Við tók langt og strangt ferli sem að lokum leiddi til þess að landið yfirgaf sambandið formlega í byrjun síðasta árs. Bretar höfðu þá verið hluti af Evrópusambandinu í tæplega hálfa öld eða allt frá árinu 1973….
Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki
Frá því skömmu eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar hafa verið starfandi í Evrópu regnhlífarsamtökin European Movement International. Meginmarkmið samtakanna hefur frá upphafi verið að til verði sameinað evrópskt sambandsríki (e. united, federal Europe) eins og það var lengi vel orðað á vefsíðu þeirra. Tekin var í notkun ný vefsíða á vegum European Movement International fyrir nokkrum…
„Við höfum verið rændir“
Sjómenn á Írlandi hafa gagnrýnt harðlega fríverzlunarsaminginn sem Evrópusambandið samdi um við Bretland í kjölfar þess að Bretar yfirgáfu það. Hluti samningsins fjallar um skiptingu aflaheimilda í deilistofnum næstu fimm árin og segja írskir sjómenn að þar halli mjög á Írland umfram önnur ríki sambandsins. Fram kemur í frétt Reuters að samkvæmt upplýsingum frá írskum…
Munaði verulega um lánsbóluefni
Verulega hefur munað um þau bóluefni sem íslenzk stjórnvöld fengu að láni frá Noregi og Svíþjóð þegar kemur að þeim góða árangri sem náðst hefur í bólusetningum hér á landi undanfarnar vikur. Greint var frá þessu í Morgunblaðinu í gær þar sem byggt var á gögnum frá Landlæknisembættinu. Ég fjallaði um málið á Fullveldi.is í…