Viðbúið er að innrás rússneska hersins í Úkraínu verði meðal annars til þess að pólitískir forystumenn innan Evrópusambandsins, sem og aðrir, sem kallað hafa eftir því að sambandið komi sér upp eigin her muni leggja aukna áherzlu á þann málflutning. Þá verður væntanlega einnig lögð aukin áherzla á þann málstað að gengið verði skrefinu lengra…
Hindri að fleiri ríki gangi úr ESB
Hlutverk Evrópusambandsins og ríkja þess er að standa vörð um samrunaþróunina innan sambandsins og koma í veg fyrir að fleiri ríki yfirgefi það í kjölfar útgöngu Bretlands. Þetta kemur fram í skýrslu sem unnin var fyrir þing Evrópusambandsins og birt í fyrradag eftir að 516 af 705 þingmönnum samþykktu hana. Fram kemur einnig í skýrslunni…
Hátt raforkuverð líklega út árið
Miklar líkur eru á því að raforkuverð í Noregi haldist áfram hátt út þetta ár samkvæmt spá NVE, norsku vatns- og orkustofnunarinnar, og að vetrarverð gildi yfir sumartímann. Verð á raforku í landinu hefur náð sögulegum hæðum í vetur einkum vegna mikilla verðhækkana á orkumarkaði Evrópusambandsins. Tengslin á milli Noregs og Evrópusambandsins í þessum efnum…
Dýr aðgöngumiði að EES-samningnum
„Mér finnst ég gera lítið annað á þinginu en að innleiða einhverjar reglur frá Evrópusambandinu,“ sagði Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður og þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Bítinu á Bylgjunni 3. febrúar 2014. Þingmenn væru jafnvel að innleiða meira en þyrfti að gera vegna þess að ekki væri fyrir að fara nógu mörgum opinberum starfsmönnum til þess að…
Meira regluverk og minna svigrúm
Fjöldi þeirra mála sem stafa af regluverki frá Evrópusambandinu í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum hefur farið vaxandi á liðnum árum á sama tíma og gildissvið samningsins hefur verið að teygjast út til fleiri málaflokka. Þetta er á meðal þess sem fram kom í máli Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis og þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í þættinum Í…
Vaxandi samvinna í varnarmálum
Fundur Antonys J. Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra símleiðis fyrr í þessum mánuði, og fréttatilkynning bandaríska utanríkisráðuneytisins í kjölfarið, er enn ein birtingarmynd aukins áhuga bandarískra stjórnvalda á því að styrkja tengslin við Ísland þegar kemur að varnarmálum en í tilkynningunni segir að ráðherrarnir hafi meðal annars rætt um vaxandi samvinnu…
Hagstæðara að sigla undir brezkum fána
Stjórnvöld í Bretlandi hafa í hyggju að bjóða skipafélögum skattaívilnanir ef skip þeirra sigla undir brezkum fána. Nokkuð sem ekki var gerlegt á meðan Bretar voru í Evrópusambandinu og bundnir af regluverki þess. Vegna aðildar Íslands að EES-samningnum eru Íslendingar bundnir af umræddu regluverki sambandsins. Fram kemur í frétt brezka dagblaðsins Daily Telegraph að til…
Hið íslenzka þjóðvinafélag og stjórnarskráin
Markmið Hins íslenzka þjóðvinafélags, sem stofnað var árið 1871 af Jóni Sigurðssyni og sextán öðrum alþingismönnum, var „að reyna með sameiginlegum kröptum að halda uppi þjóðréttindum Íslendínga, efla samheldi og stuðla til framfara landsins og þjóðarinnar í öllum greinum. Einkanlega vill félagið kappkosta, að vekja og lífga meðvitund Íslendínga um, að þeir sé sjálfstætt þjóðfélag,…
Verðbólga á evrusvæðinu veldur áhyggjum
Mikilvægt er að Seðlabanki Evrópusambandsins nái tökum á viðvarandi verðbólgu á evrusvæðinu að sögn Joachims Nagel, nýs bankastjóra þýzka seðlabankans, en verðbólga fór í 5,3% í Þýzkalandi í desember og hefur ekki verið meiri frá því í júní 1992. Brezka dagblaðið Daily Telegraph fjallaði um málið í gær. Fram kemur að vaxandi óánægju gæti í…
Ríkisstjórn Þýzkalands vill evrópskt sambandsríki
Meðal þess sem fram kemur í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Þýzkalands, sem samanstendur af Jafnaðarmannaflokknum, Græningjum og Frjálslyndum demókrötum og tók við völdum í byrjun desember, er að áfram verði unnið að því markmiði að Evrópusambandið verði endanlega að sambandsríki. Þannig segir í stjórnarsáttmálanum að þýzka ríkisstjórnin vilji nýta yfirstandandi ráðstefnu Evrópusambandsins um framtíð þess (e….