„Hversu innilega sem ég kann að vera andvígur Brexit þá geri ég mér grein fyrir því að þetta er búið og gert,“ sagði Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og einn helzti andstæðingur útgöngu landsins úr Evrópusambandinu, á ráðstefnu á vegum Tony Blair Institute for Global Change á dögunum. Fram kemur á fréttavef brezka dagblaðsins Daily…
Hornsteinn NATO á norðurslóðum
Fullyrðingar um að mikilvægi Íslands sé ekki lengur fyrir hendi þegar kemur að varnarmálum vestrænna ríkja stenzt ekki skoðun eins og ég fjallaði um í grein í Morgunblaðinu fyrir rúmum tveimur mánuðum. Vísaði ég þar meðal annars til aukinnar áherzlu á endurbætur á aðstöðunni á Keflavíkurflugvelli og aukinnar nýtingar hennar sem og yfirlýsinga, ekki sízt…
Vilja frekar fríverzlunarsamning en EES
Fleiri Norðmenn vilja fríverzlunarsamning við Evrópusambandið en vera áfram aðilar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið Sentio vann fyrir norsku samtökin Nei til EU. Þannig eru 34% hlynnt því að EES-samningnum verði skipt út fyrir fríverzlunarsamning og 27% andvíg því. 38,8% tóku ekki afstöðu með eða á móti. Skoðanakannanir…
Fullkominn aðstöðumunur
Hver sem ástæðan kann að vera fyrir því að dómstóll Evrópusambandsins hefur hætt réttarfarslegu samtali við EFTA-dómstólinn við framkvæmd samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES), og hvort sem það getur talizt skiljanlegt eður ei, þá breytir það vitanlega engu um það grundvallaratriði að dómstóll sambandsins getur hvenær sem er hætt umræddu samtali einhliða án þess að…
Hefur augljósa yfirburðastöðu
Fyrirkomulag dómstólamála við framvæmd samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) var viðfangsefni greinar eftir mig sem birtist í Morgunblaðinu 26. apríl síðastliðinn. Tilefni hennar var athyglisverð grein sem birzt hafði í blaðinu í júlí á síðasta ári eftir Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, þar sem hann vakti meðal annars athygli á því að dómstóll Evrópusambandsins væri…
Tveir ójafnir dómstólar
Mjög athyglisverð grein birtist í Morgunblaðinu síðasta sumar eftir dr. Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins, en þar kom meðal annars fram að dómstóll Evrópusambandsins hefði nánast hætt réttarfarslegu samtali við EFTA-dómstólinn við framkvæmd samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Þetta áréttaði hann síðan í annarri grein sem birtist í blaðinu 15. marz síðastliðinn. Vísaði Baudenbacher þar…
Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi
„Við höfum bráðum styrkt Úkraínu um tæplega einn milljarð evra. Þetta kann að hljóma mikið en einn milljarður evra er það sem við greiðum Pútín á hverjum einasta degi fyrir orkuna sem hann útvegar okkur. Frá því að stríðið hófst höfum við greitt honum 35 milljarða evra. Berið þetta saman við þann eina milljarð evra…
Vaxandi mikilvægi Íslands í varnarmálum
Vaxandi áhugi hefur verið á því hjá stjórnvöldum í Bandaríkjunum á undanförnum árum að styrkja tengslin við Ísland á sviði varnarmála. Ljóst er að þessi áhugi er þverpólitískur enda hefur honum verið fyrir að fara óháð því hvort repúblikanar eða demókratar hafa farið með völdin í landinu. Í samræmi við það hefur á undanförnum árum…
Sjálfskaparvíti og dómgreindarleysi
Fyrir mánuði síðan flutti Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, ræðu á þingi þess þar sem hann sagði að sambandið hefði í raun gert hernaðaruppbyggingu Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, mögulega sem og hernað hans í Úkraínu með kaupum á rússnesku gasi og olíu um langt árabil. Evrópusambandið hefði þannig einfaldlega sofið á verðinum og tekið allt of…
Stefnt að einu ríki frá upphafi
Fyrir síðustu jól tók ný ríkisstjórn við völdum í Þýzkalandi undir forystu þýzka Jafnaðarmannaflokksins, systurflokks Samfylkingarinnar. Um samsteypustjórn er að ræða og eiga Frjálslyndir demókratar, systurflokkur Viðreisnar, einnig aðild að ríkisstjórninni auk Græningja. Á meðal þess sem fram kemur í stjórnarsáttmála flokkanna er að áfram skuli unnið að því að Evrópusambandið verði endanlega að sambandsríki…