Meira fjármagn hefur skilað sér inn í vaxtafyrirtæki í Bretlandi en nokkurn tímann áður í kjölfar þess að landið yfirgaf Evrópusambandið. Þetta hefur brezka dagblaðið Daily Telegraph eftir Sam Smith, framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækisins FinnCap. Útgangan hafi haft mjög jákvæð áhrif á fjármálalíf Bretlands. Einkum þar sem mögulegt hafi verið að draga úr íþyngjandi regluverki sem komið…
„Þetta vill meirihluti þjóðarinnar!“
Meirihluti þjóðarinnar vill ekki nýja stjórnarskrá. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í færslu sem Njörður P. Njarðvík, prófessor emeritus, ritaði á facebooksíðu sína daginn eftir þingkosningarnar í lok september en Njörður hefur verið ötull talsmaður þess að skipt verði um stjórnarskrá í landinu. Lýstu ýmsir þeir, sem verið hafa fremstir í flokki…
„Skynsamlegar umbætur á stjórnarskrá Íslands“
„Margt brennur meira á íslenzkri þjóð en endurskoðun stjórnarskrárinnar,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í ávarpi sínu við setningu Alþingis 23. nóvember og ljóst að þau orð voru ekki látin falla að ástæðulausu. Forsetinn sagðist engu að síður vona að hægt yrði á kjörtímabilinu að ráðast í „skynsamlegar umbætur á stjórnarskrá Íslands, rétt eins…
Frjáls og fullvalda þjóð
Fullveldisdagurinn er í dag en á þessum degi árið 1918 varð Ísland sem kunnugt er frjálst og fullvalda ríki með gildistöku sambandslaganna við Danmörku. Lýðveldið var síðan stofnað 17. júní 1944. Höfðu Íslendingar þá verið undir erlendri yfirstjórn í rúma sex og hálfa öld. Fyrst norskri og síðar danskri. Hér fyrir neðan eru nokkrar valdar…
Telja norræna vinnumarkaðsmódelinu ógnað
Stjórnvöld í Danmörku og Svíþjóð hafa undanfarin misseri barizt gegn áformum Evrópusambandsins um að koma á samræmdum, lögbundnum lágmarkslaunum innan sambandsins. Hafa þarlendir ráðamenn sagt að slík löggjöf muni grafa undan norræna vinnumarkaðsmódelinu sem snýst sem kunnugt er um það að aðilar vinnumarkaðarins semja um kaup og kjör án pólitískra afskipta og þar með talin…
Höfuðstöðvar Shell til Bretlands
Hollenzk-brezka olíufélagið Royal Dutch Shell, sem þekktara er einfaldlega undir nafninu Shell, hyggst flytja höfuðstöðvar sínar til Bretlands. Markmiðið með áformunum er að einfalda rekstur félagsins að því er segir á fréttavef brezka ríkisútvarpsins BBC. Eins og staðan er í dag er Shell skráð í fyrirtækjaskrá í Bretlandi en hins vegar skráð skattalega séð í…
Vilja refsa Bretum fyrir Brexit
Mikilvægt er að senda almenningi í ríkjum Evrópusambandsins skýr skilaboð um það að meira tjón felist í því fyrir ríki að ganga úr sambandinu en að vera áfram innan þess. Þetta kemur fram í bréfi sem Jean Castex, forsætisráðherra Frakklands, sendi Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdstjórnar sambandsins, síðastliðinn fimmtudag. Fjallað var um málið á…
Sjávarútvegsmálin ekki mikilvæg?
Telja má nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka þar sem enn er krafizt einróma samþykkis ríkja Evrópusambandsins við ákvarðanatöku í ráðherraráði þess. Með hverjum nýjum sáttmála sambandsins í gegnum tíðina hefur einróma samþykki verið afnumið í sífellt fleiri málaflokkum. Með gildistöku Lissabon-sáttmálans 2009, sem í dag er grundvallarlöggjöf Evrópusambandsins, var það gert í um…
„Þetta er ekki vandamál tengt Brexit“
Fjöldi gámaflutningaskipa liggur fyrir utan höfnina og bíður þess að vera affermdur. Um marga tugi skipa er að ræða sem beðið hafa vikum saman eftir því að röðin komi að þeim. Svona hefur ástandið verið mánuðum saman. Ekki tekur betra við þó varningurinn komist á land. Mikill skortur á vöruflutningabílstjórum gerir það að verkum að…
Var aldrei falið að semja nýja stjórnarskrá
Töluvert hefur verið rætt um það hvort skipta eigi út stjórnarskrá lýðveldisins fyrir nýja stjórnarskrá byggða á tillögum stjórnlagaráðs eða gera nauðsynlegar umbætur á þeirri sem fyrir er. Hefur því gjarnan verið haldið fram í röðum þeirra sem vilja nýja stjórnarskrá að með því að gera breytingar á gildandi stjórnarskrá væri verið að hafa að…