Skip to content

Fullveldi.is

VEFSETUR UM UTANRÍKIS- OG VARNARMÁL

Menu
  • Forsíða
  • Greinar
    • EES-samningurinn
      • Bókun 35
    • Evrópumál
    • Fríverzlun
    • Schengen
    • Stjórnarskrármál
    • Varnarmál
  • Skýrslur
  • Fullveldi.is
  • English
Menu

Category: Fríverzlun

Fór Ísland á hliðina?

Posted on January 23, 2024 by Fullveldi

Fyrir rúmum þremur árum síðan hættu viðskipti og ýmis önnur samskipti á milli Íslands og Bretlands að grundvallast á EES-samningnum og við tóku víðtækir fríverzlunarsamningar. Með öðrum orðum skipti Ísland EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning við Bretland, annað stærsta viðskiptaland okkar Íslendinga á eftir Bandaríkjunum, án þess að nokkuð færi á hliðina í samskiptum landanna.

Hálfur þingmaður á Alþingi

Posted on January 11, 2024 by Fullveldi

Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið færi formlegt vægi landsins, og þar með möguleikar Íslendinga til þess að hafa áhrif á ákvarðanatöku í þeim stofnunum sambandsins þar sem ríki þess eiga fulltrúa, í langflestum tilfellum fyrst og fremst eftir íbúafjölda landsins. Þar á meðal og ekki sízt þegar ákvarðanir væru teknar um mjög mikilvæg íslenzk hagsmunamál eins og til að mynda sjávarútvegsmál og orkumál.

Vissulega lítið vit í slíkum samningi

Posted on June 6, 2023 by Fullveldi

„Það væri mjög lítið vit í samningi sem drægi úr aðgengi íslenzkra neytenda að matvörum á hagstæðu verði.“ Þessi ummæli lét Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA), falla í aðsendri grein sem birtist í Viðskiptablaðinu ekki alls fyrir löngu og má sannarlega taka undir þau orð. Enn verri eru þó þær hömlur sem EES-samningurinn felur í sér þegar kemur að innflutningi frá ríkjum utan samningsins.

Minna svigrúm til viðskiptasamninga

Posted on March 6, 2023 by Fullveldi

Með aðild Íslands að EES-samningnum hefur regluverk frá Evrópusambandinu, sem tekið hefur verið upp í gegnum samninginn, skapað viðskiptahindranir gagnvart nánustu viðskiptalöndum landsins utan Evrópskra efnahagssvæðisins (EES) og stuðlað að minna svigrúmi EFTA-ríkjanna sem aðild eiga að samningnum, Íslands, Noregs og Liechtensteins, til þess að semja um viðskipti við ríki utan svæðisins.

Meginvandinn er sjálft regluverkið

Posted on January 6, 2023 by Fullveldi

Talsvert hefur verið rætt á undanförnum árum um svonefnda gullhúðun við innleiðingu á lagagerðum frá Evrópusambandinu í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum. Er þar vísað til þess þegar gerðir eru innleiddar hér á landi meira íþyngjandi en þær koma frá sambandinu. Um er að ræða mál sem full ástæða er til þess að taka föstum tökum en á sama tíma er ljóst að ekki er um að ræða meginvandann í þeim efnum.

Verður ríkisábyrgð sett á þúsund milljarða?

Posted on November 16, 2022 by Fullveldi

Komi til þess að ný tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar verði innleidd á Íslandi vegna aðildar landsins að EES-samningnum mun það að öllum líkindum þýða að ríkisábyrgð verði sett á bankainnistæður upp á um eitt þúsund milljarða króna. Málið snýst í raun um kjarna Icesave-málsins enda ljóst að hefði umrædd löggjöf verið í gildi hér á landi þegar málið kom upp á sínum tíma hefði það tapast.

Hindrar EES fríverzlun við Bandaríkin?

Posted on October 11, 2022 by Fullveldi

Full ástæða er til þess að fagna þeim áhuga sem komið hefur fram á meðal stjórnmálamanna í Bandaríkjunum undanfarin ár á því að teknar verði upp viðræður um gerð víðtæks fríverzlunarsamnings við Ísland þrátt fyrir að ólíklegt verði að telja að af slíkum samningi verði á meðan Ísland á aðild að EES-samningnum. Hins vegar er leið út úr þessum aðstæðum, víðtækur fríverzlunarsamningur við Evrópusambandið.

Posts pagination

  • Previous
  • 1
  • 2
Vefsíðan er ekki lengur uppfærð og þjónar þess í stað hlutverki gagnasafns um utanríkis- og varnarmál. Hægt er að nota leitarvélina hér fyrir neðan til þess að leita í safninu. Hins vegar er vefurinn Stjórnmálin.is þess í stað uppfærður daglega með nýjum pistlaskrifum.
©2025 Fullveldi.is | Built using WordPress and Responsive Blogily theme by Superb